um okkur
![]() |
---|
Hæ! Ég heiti Einar Aron og hef starfað sem töframaður allavega hálfa ævi. Ég opnaði barnaafmæli.is þar sem ég tók saman góð ráð, leiki og upplýsingar sem mér fannst vanta á íslensku en bauð auk þess upp á þá þjónustu sem ég gat veitt sjálfur.
Síðar eignaðist ég brúðkaupið.is en vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við lénið. Ég ákvað síðan að gifta mig og komst að því að það vantaði upplýsingar um framkvæmd og undirbúning brúðkaupanna líka, rétt eins og vantaði upplýsingar um barnaafmæli.
Við Inga Maria giftum okkur í janúar en hún er stórkostleg þegar kemur að undirbúningi, bæði í skipulagningu og að gera stóra og flotta hluti hagstæða . Við vorum því ágætt teymi til að taka saman þessar upplýsingar.
Hún er söngkona og ég töframaður. Við bjóðum uppá það sem við kunnum best ef þið viljið nýta ykkur það, annars vonum við að þið getið nýtt ykkur upplýsingarnar hér til að spara ykkur hausverkinn.
Ást og friður.