top of page

athöfnin

Undirbúningur fyrir athöfnina
Þið komið ykkur í samband við þann prest sem þið viljið að gefi ykkur saman. Svo hægt sé að gefa ykkur saman þarf prestur að fá hjúskaparvottorð en það má sækja um það HÉR.
Annars hefur presturinn gert þetta milljón sinnum áður og leiðbeinir ykkur í gegnum þetta.
Ákveðið hve mörg lög þið viljið að séu flutt í athöfninni. Veljið inngöngu- og útgöngulag vel. Oftast eru tvö til þrjú lög í athöfninni sjálfri.


Athöfnin sjálf
Auðvitað eru ýmsar útgáfur til af fyrirkomulagi athafnarinnar en þetta er líklega sú algengasta.

Brúðgumi og faðir hans standa við altarið og nikka hálf vandræðalega til allra sem ganga inn. Þegar brúðurin kemur er millihurðinni í kirkjunni lokað og tíminn virðist líða svo hægt fyrir alla aðra. Á meðan fer vinkona eða móðir brúðarinnar yfir farðann og hárið svo allt sé eins og það á að vera. Þær læðast inn í sal að því loknu og gefa merki um að tónlistin megi byrja.
Presturinn stýrir svo athöfninni og ekkert til að hafa áhyggjur af.

Eftir kossinn ganga brúðhjónin út. Þegar þið eruð komin í inngang kirkjunnar látið þið ykkur hverfa á meðan gestirnir fara út þar sem þau bíða eftir ykkur. Kannið hvaða reglur gilda hjá kirkjunni varðandi hrísgrjón, konfetti eða annað sem er hent yfir brúðhjónin. Algengt er að gestir fái litla flösku af sápukúlum.

Bíllinn þarf svo að vera tilbúinn við útgang kirkjunnar.

bottom of page