undirbúningur

Áður en gengið er frá dagsetningunni þarf að tékka á nokkrum hlutum. Það fyrsta sem þarf að ganga frá er kirkjan, presturinn og veislusalurinn. Skoðið vel hvaða búnaður er til staðar í salnum. Þar á eftir er að bóka aðkeypta þjónustu, svo sem kokk, ljósmyndara og skemmtiatriði. Veislustjórar eru stundum skemmtikraftar en tíðkast einnig að velja vini eða ættingja í þetta mikilvæga hlutverk. Við leyfum ykkur að skipuleggja brúðkaupsferðina sjálf en það er vissara að gera það með góðum fyrirvara.

Gestalistinn er næstur og boðskortin þar strax á eftir. Sumir velja fjölda gesta út frá salnum, aðrir salinn eftir fjölda gesta. Útbúið gjafalista og hafið með á kortinu. Þegar þið gerið gjafalista er gott að velja hluti sem þið mynduð ekki tíma að kaupa sjálf en ykkur langar í. Setjið eins mikið og þið getið á listann og í alls konar verðflokkum.

Svo má ekki gleyma fötunum. Kjólinn getur tekið tíma að fá afhentann og er oft mælt með að hafa árs fyrirvara á því. Jakkafötin þurfa ekki eins langan fyrirvara en farið þó allavega með fötin til klæðskera svo skálmar og ermar passi upp á 10.

Gott er að hugsa út í bílinn sem ekur brúðhjónunum úr athöfnina og í veisluna með góðum fyrirvara og fara að skoða hvaða leið þið viljið fara í blómvendi.

gestalistinn

Prentun
Við hjónin prentuðum okkar kort sjálf. Það tók bilaða vinnu og var langt frá því að vera ókeypis. Kannski völdum við vitlausan pappír en ef við myndum gera þetta aftur myndum við láta prenta kortin á prentstofu. Það er alveg næg vinna að raða þeim í umslög, hvað þá ef þið innsiglið umslagið eða skreytið á annan hátt sem er í tísku þessa stundina.
Við tókum tvær kvöldstundir í að keyra kortin út og sendum nokkur með pósti.


Skráning
Sá sem sér um matseldina þarf að vita fyrir hversu marga veitingarnar eru. Ég mæli með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara.
Á boðskortið setjið þið upplýsingar um hvar gestir ykkar láta vita um það hvort þau komi eða ekki. Hægt er að setja símanúmer eða netfang á kortið, sumir stofna netfang á borð við brudkauparsins@gmail.com (sem er reyndar upptekið).


Hverjum á að bjóða?
Að bjóða í brúðkaupið getur verið vandasamt því einhvers staðar þarf að draga línuna. Fyrir utan ættingja sem “þarf” að bjóða eru vinir eða kunningjar sem ætlast til þess að verða boðið. Góð þumalputtaregla er að bjóða þeim sem þú myndir bjóða heim í kaffi.
Vinur minn sagði mér að eftir að hafa skipulagt brúðkaup sjálfur muni hann framvegis sýna því skilning ef honum verður ekki boðið í önnur brúðkaup, utan tveggja bestu vina hans.